Þar sem Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir rauðri veðurviðvörun fyrir Suðurland frá kl. 05:00 til kl. 12:00 á morgun föstudag 14. febrúar hefur verið ákveðið að Vallaskóli verði lokaður á morgun og engin starfsemi fari fram þann dag. Er það samkvæmt tilmælum fræðsluyfirvalda Sv. Árborgar.

Við biðjum foreldra og forráðamenn því að senda engin börn til skóla á morgun. Farið varlega og við sjáumst svo hress og kát mánudaginn 17. febrúar.

Nánari tilkynning verður birt á vef sveitarfélagsins Árborgar, http://www.arborg.is innan tíðar.