Skjalavistunaráætlun Vallaskóla var handsöluð í dag af þeim Guðbjarti Ólasyni skólastjóra Vallaskóla og Þorsteini Tryggva Mássyni forstöðumanni Héraðsskjalasafns Árnesinga. 

Síðastliðin þrjú ár hefur verið unnið að innleiðingu skjalavistunaráætlunar í skólanum í samvinnu við Héraðsskjalasafn Árnesinga og þess má geta að Vallaskóli er fyrsti grunnskólinn á Suðurlandi til að vera með samþykkta skjalavistunaráætlun.

Heimasíða Héraðsskjalasafns Árnesinga

Mynd: Vallaskóli 2017 (GS).