Gunnar Egilsson og Sæunn Lúðvíksdóttir komu færandi hendi í Sunnulækjarskóla í morgun. Þau gáfu grunnskólum Árborgar 15 taflborð og taflmenn til að hvetja til aukinnar skákiðkunar í skólunum. Skák er vel til þess fallin að þroska gagnrýna hugsun og krefst þess að skákmaðurinn ígrundi hvern leik og hugsi hverja skákfléttu til enda.

Við í grunnskólum Árborgar þökkum góða gjöf.

Á meðfylgjandi mynd eru Birgir, skólastjóri Sunnulækjarskóla, Björgvin, formaður skákfélags Selfoss og nágrennis, Gunnar Egilsson, Sæunn Lúðvíksdóttir, Magnús, skólastjóri BES og Einar, aðstoðarskólastjóri Vallaskóla.

Blandad efni, 2013-2014, skakgjof

Ljósmynd: Sunnulækjarskóli 2013.