Miðvikudaginn, 21. nóvember, fengu nemendur 3. bekkja heimsókn frá Sjóminjasafninu á Eyrarbakka/Byggðasafni Árnesing sem býður skólum upp á safnfræðslu. Linda safnvörður kom í gervi sjómanns og sagði krökkunum frá ferðalögum og störfum vermanna sem sóttu sjóinn á árabátum á 19. öld og bjuggu í verbúðum. Linda kom með ýmsar sjóminjar eins og veiðarfæri, beitingarbala og sjóhatt til að varpa ljósi á breytingar í aðbúnaði og verklagi fyrr og nú. Eftir kynninguna fengu krakkarnir að skoða og snerta munina og sumir fengu sér mysusopa. Krakkarnir voru mjög áhugasamir og spurðu margra spurninga.