Símenntun starfsmanna föstudaginn 16. nóvember

Kæru fjölskyldur nemenda á miðstigi og efsta stigi Vallaskóla.

Vegna símenntunar starfsmanna reynist nauðsynlegt að fella niður kennslu á morgun, föstudaginn 16. nóvember. Á efsta stigi er skóla lokið kl. 11:30 (eða þegar matarhléi lýkur) og kl. 11:50 á miðstigi (eða þegar matarhléi lýkur). Ferð skólabíls kl. 13:55 fellur niður.

Þrjár málstofur verða á dagskrá e.h. á föstudag hjá öllum kennurum í sveitarfélaginu. Málstofurnar eru hluti af starfsþróunarverkefni grunnskólanna og fræðslusviðs, sem kallast ,,Af litlum neista“, og fjalla um foreldrasamstarf, bekkjarbrag og teymiskennslu.

Vonandi veldur það ekki miklum vanda hjá foreldrum þeirra barna sem það á við um.

Til áréttingar þá hefur þetta ekki áhrif á starfsemi Frístundaheimilisins Bifrastar.

Bestu kveðjur,

starfsfólk Vallaskóla.