Brynja Sif Skúladóttir rithöfundur mun heimsækja nemendur í 4.-6. bekk þriðjudaginn 22. október.

Gert er ráð fyrir líflegum umræðum um ævintýraheima og eiga nemendur að vera búnir að undirbúa sig fyrir heimsóknina. Verkefnið kallar Brynja Ævintýrið í mér. Um leið og Brynja kemur og les úr sínu ævintýri þá mun hún ræða við börnin á gagnvirkan hátt um þeirra ævintýri.

Markmið höfundar er að virkja sköpunargleði allra nemenda með því að fá þá til að velta þessum spurningum fyrir sér og finna ævintýrið í sér.