Félagsmiðstöðin Zelsiuz býður upp á öskudagsskemmtanir fyrir krakka í 1.-7. bekk.

Skemmtun fyrir krakka í 1.-4. bekk

Herlegheitin byrja kl. 13:15 og lýkur skemmtuninni kl. 14:30. Meðal þess sem verður í boði eru leikir í umsjón unglinga úr Zelsiuz, fjörug tónlist, kötturinn margfrægi verður sleginn úr tunnunni og sjoppa verður á staðnum. Aðgangur er ókeypis svo um að gera og fjölmenna.

OG fyrir krakka í 5. -7. bekk

Herlegheitin byrja kl. 14:45 og lýkur skemmtuninni kl. 16:15. Meðal þess sem verður í boði eru leikir í umsjón unglinga úr Zelsiuz, fjörug tónlist, kötturinn margfrægi verður sleginn úr tunnunni og sjoppa verður á staðnum. Aðgangur er ókeypis svo um að gera og fjölmenna.