Oddur og Siggi

Í gær, miðvikudaginn 17. apríl, fóru nemendur í 6. bekk á leiksýninguna Oddur og Siggi sem var sýnd í leikhúsinu í Sigtúni á Selfossi. Sýningin er frá Þjóðleikhúsinu og fjallar um vináttu tveggja tíu ára drengja.

Oddur og Siggi er skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning, sem getur aukið meðlíðan og skilning, þar sem er fjallað af einlægni og húmor um flókin samskipti í heimi skólabarna. Nemendur höfðu virkilega gaman af sýningunni og fóru alsæl heim.

Umsjónarkennarar í 6. bekk.

Mynd: Þjóðleikhúsið, tekin af: http://www.leikhusid.is/syningar/oddur-siggi.