Um leið og við óskum ykkur gleðilegra páska þá upplýsum við að 9. RS er Kveiktumeistarinn í ár!Lokarimman á milli 9. RS og 9. GFB í spurningakeppni Vallaskóla, Kveiktu, fór fram í morgun og 9. RS hafði betur eins og fram kom. Við óskum 9. RS innilega til hamingju en sá bekkur er nú handhafi Lampans, verðlaunagrips keppninnar. Allir keppendur fengu páskaegg að launum en sigurliðið fékk að auki bókaverðlaun. Spyrill keppninnar í ár var Már I. Másson kennari en tímaverðir og stigatalningarmenn voru þeir Ríkharður Sverrisson og Gísli Felix Bjarnason kennarar.

Hanna Lára Gunnarsdóttir, dómari og spurningahöfundur Kveiktu, hefur nú ákveðið að hætta með umsjón keppninnar en hún hefur staðið við stjórnvölinn í 11 ár; allt frá því að Hanna Lára kom keppninni á fót árið 2007. Var hún heiðruð sérstaklega fyrir sitt ómetanlegt framlag en leiða má líkum að því að Hanna Lára hafi samið um eða yfir 5000 Kveiktuspurningar á þessum 11 árum sem keppnin hefur staðið yfir.

Mynd: Vallaskóli 2018 (GS). Lið 9. RS, þau Kristín, Steindór og Örn.

Mynd: Vallaskóli 2018 (GS). Lið 9. GFB, þau Bjarni, Tanja og Natan.

Mynd: Vallaskóli 2018 (GS). Þarna má sjá Hönnu Láru taka við viðurkenningu fyrir framlag sitt til Kveiktu.

Mynd: Vallaskóli 2018 (GS). Í pontu má sjá Má I. Másson, spyril keppninnar í ár.