Norræna skólahlaupið fór fram í góðu haustveðri og það voru allir nemendur skólans sem tóku þátt í því. Vegalengdirnar í hlaupinu eru 2,5 km, 5,0 km og 10 km. Hlaupið var um Íþróttarvallar- og á Gesthúsasvæðið til að nemendur þyrftu ekki að fara neitt yfir götur í hlaupinu. Fyrst hlupu nemendur 7.-10. bekkjar, og meirihlutinn þar hljóp 2,5 km, en eftir því sem nemendur urðu yngri þá fjölgaði kílómetrunum. Hlaupið tókst í alla staði mjög vel og þá er aðallega að þakka góðu veðri – frost og stilla með fallegri sólarupprás.

Íþróttavalið fékk fyrir skömmu kynningu frá Judódeildinni og það voru fyrrum nemendur skólans, þeir Þór Davíðs og Matthías Klith, sem leiðbeindu krökkunum. Íþróttavalið samanstendur af nemendum í 9. og 10. bekk og eru þau rúmlega 30 talsins. Reiknað er með að fá fleiri kynningar, s.s. á Taekwondo, glímu og fleira.

Með kveðju frá íþróttakennurum.

2013-2014, blandad efni, norraena skolahlaupid okt (14)m

Ljósmynd: Vallaskóli 2013. Norræna skólahlaupið, eldri deild.

 

2013-2014, blandad efni, norraena skolahlaupid okt (17)m

Ljósmynd: Vallaskóli 2013. Norræna skólahlaupið, eldri deild.

 

2013-2014, blandad efni, norraena skolahlaupid okt (22)m

Ljósmynd: Vallaskóli 2013. Norræna skólahlaupið, eldri deild.

 

2013-2014, blandad efni, norraena skolahlaupid okt (26)m

Ljósmynd: Vallaskóli 2013. Norræna skólahlaupið, eldri deild.

 

2013-2014, blandad efni, norraena skolahlaupid okt (5)m

Ljósmynd: Vallaskóli 2013. Norræna skólahlaupið, eldri deild.

 

1999, 2013-2014, judo i vali (5)m

Ljósmynd: Vallaskóli 2013. Júdókennsla í Sandvíkursalnum, árgangar 1999 og 1998.