Nemendur Vallaskóla tóku þátt í Norræna skólahlaupinu miðvikudaginn. 5. september í blíðskaparveðri.

Allir sem vildu tóku þátt og í boði var að fara 2.5 km, 5 km og 10 km leið með frjálsri aðferð.

Markmiðið með Norræna skólahlaupinu er að hvetja nemendur til að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.

Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984, en allir grunnskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti. Þátttaka íslenskra grunnskólanemenda hefur verið mjög góð og almenn í gegnum árin.

Vallaskóli 2018 (GHS). 6. bekkur fer af stað í hlaupið.

Vallaskóli 2018 (SBG). 2. bekkur á hlaupum í sólinni.