NEVA Fundur 27. september 2012

Neva, fundur fimmtudaginn 27. september

Mættir: Esther, Hjördís Inga, Elísa, Guðbjartur, Kári, Anna Júlía, Hallgerður, Dagur og Guðbjörg.

Fundur settur klukkan 13:41.

1. Rætt um eineltisdaginn 8. nóvember og hvað við ættum að gera þann dag. Það sama og í fyrra – að faðma skólann. Eða baka pizzu, hver bekkur bakar smá bút og svo verður þetta ein stór pizza – eða kaka. Aðrar hugmyndir komu ekki.

2. Barnadiskó. Ákveðið hverjir ættu að gera hvað – og nú er bara að hrinda þessu í framkvæmd. Hafa leiki og dans þannig að það sé dagskrá – og þegar dagskráin er búin er diskóið búið. Gerður listi yfir sjoppuna. Rætt hvernig þetta ætti að fara fram. Þeir sem eru í sjoppunni verða í búningum.

3. Hafa rósaball eftir áramótin og kjósa kóng og drottningu í 8. og 9. bekk.

4. 10. bekkur samþykkir að gengið sé eftir því að athuga með samning við Árborg í sama dúr og BES gerði. Nemendur eru tilbúnir að vinna ýmis störf í skólanum gegn greiðslu frá sveitarfélaginu.

5. Skoðum skólapeysur á næsta fundi.

Fundi slitið klukkan 14:50.

Ritari, Guðbjörg Grímsdóttir.