Neva Fundur 24. maí 2012 kl. 14:00. Mætt Guðbjartur, Kári, Andrea, Elfar, Þóra, Halldóra, Esther, Karen, Alexandra, Már ritaði fundargerð.

Kökur í boði Elfars og Alexöndru.

  1. Varðeldakvöldvaka, í raun blásin af útaf tímaskorti, grunnvinnnan er til staðar og hugsanlegt að fara í þetta næsta haust, enda virkar varðeldur betur í myrkri. Magnús Kjartan Eyjólfsson þá fyrsti kostur til að leiða sönginn. Hugsanlegt að fá einhvern nemanda í skólanum? 10. bekkur gæti svo verið með fjáröflun og selt sykurpúða og þessháttar.
  2. Óvissuferð. Málið er eðli málsins samkvæmt leyndarmál. En farið verður frá Vallaskóla á þriðjudeginum um 12:30-13:00 og áætlun heimkoma er um 20:30.
  3. Galaball. Rætt var um “stemninguna” fyrir því að færa ballið. Almannarómur virðist vera fylgjandi því að gera tilraun í eitt ár með að færa ballið. Mjög lítill hópur í núverandi 9. bekk var ósáttur með færsluna til að byrja með en hefur lítið tjáð sig um þetta síðan farið var í stofur. Almennt virðist sem nemendurnir séu lítið að spá í þessu og því sér NEVA ekkert því til fyrirstöðu að færa ballið yfir í húsakynni skólans eins og áður hefur verið lagt til. Rétt er þó að taka fram að þetta verði gert í tilraunaskyni í eitt ár.
  4. Önnur mál. Síðasti fundur ársins, þakkað fyrir samstarfið og frábæran anda í nemendaráðinu.

Fundi slitið kl 15:10.