NEVA Fundur 10. desember 2012

Neva fundur fimmtudaginn 10. desember 2012

Mættir: Esther, Kári, Viktoría, Hallgerður, Dagur, Anna Júlía, Hergeir, Guðbjörg og Már.

  • Formannsskipti

Þar sem Esther er að fara yfir í FSu er skipt um formann. Fulltrúi frá hennar bekk er nú Hergeir Grímsson og ætlar hann að taka að sér formennsku. Hafði komið fram áður að aðrir fulltrúar úr 10. bekk sem sitja í Neva óskuðu ekki eftir því að verma formannssætið.

  • Fundargerðir

Undanfarið hefur fundargerðum ekki verið skilað samviskusamlega, allt hefur snúist um Galaballið og þeim punktum verður safnað saman og sett í gagnabanka Neva. Ætti þannig að nýtast á næsta ári.

  • Galaball

Farið yfir það sem var jákvætt og neikvætt (sjá lista hér að neðan).  Það sem er neikvætt snýr meira að skipulagningu og undirbúningi ballsins en ekki að ballinu sjálfu, það er jákvætt. Mikil ánægja með ballið, þótti skemmtilegt og vel heppnað; fallega skreytt, góður matur og fleira. Gott að vita þetta og gaman að vita að það tókst vel að halda ballið hér í skólanum. Undir þetta tóku fyrrverandi nemendur sem þjónuðu til borðs og afgreiddu í sjoppu.

Tala við Hallldóru Írisi um það sem FSu notaði við sölu miða (einhvers konar búr) og vita hvort við fáum það lánað fyrir miðasölu á næst ári. GG ræðir við Halldóru.

Jákvætt

Neikvætt

Mjög góður matur

Fáir þjónar í matnum

Flottar skreytingar

Biðin eftir kennaraatriðinu of löng

Góð stemning

Ákv. nemendur sem ekki gátu látið skreytingar í friði

Góður ljósmyndari (Laufey Magnúsdóttir)

Tala fyrr við húsverði um praktísk atriði

Góð hljómsveit

Ekki nota glimmer í næstu auglýsingu

Flott aukaatriði (Smile)

Auglýsingin sást

 

Hafa aðra hljómsveit næst, þessi góð en gott að breyta til

 

Láta kynna fá dagskrána fyrr

 

Hafa miðana nógu marga næst

 

Brunavarnakerfið fór í gang

 

Auglýsingarnar í salnum sáust, passa að það verði ekki þannig næst

  • Skreyting í austurrými

Neva vill skreyta fyrr en vant er. Það fékkst leyfi fyrir því hjá Þorvaldi. Þá er aðalatriði að nemendur láti skreytingar vera og skemmi ekkert. Strákarnir úr Neva (sem mættir eru í dag) þeir Hergeir, Kári og Dagur ætla að ganga í bekki og biðja nemendur um að virða skreytingarnar. Það verður skreytt eftir helgi.

  • Jólakvöldvaka

Kvöldvakan verður miðvikudagskvöldið 19. desember. Kynnar á kvöldvökunni verða Hergeir og Esther.

Neva ákvað að skemmtiatriðin ættu að koma í röð þannig að það væri til skiptis frá árgöngum. Bekkjum er raðað í þessa röð:

8.KH               9.RS                10.MA

8.LV                9.SHJ               10.AH

8.GG                9.SAG              10.HS

Dómarar verða þrír, reynum að hafa ekki umsjónarkennara heldur fáum aðra kennara til þess (stungið upp á Jónasi, Magnúsi M. og Hönnu Láru).

  • Næsti fundur

Fundur verður næsta fimmtudag. Hann verður stuttur, farið yfir hvort allt sá á hreinu varðandi jólakvöldvöku, skreytingar séu í lagi og allir fara sáttir í jólafrí. Már er þá tekinn við nemendaráðinu.

Ritari: Guðbjörg Grímsdóttir.