Nemendur í 10. bekk Vallaskóla fengu heimsókn frá þeim Berglind og Salome hjá Fjármálaviti fyrir ekki svo löngu síðan.

Eins og segir á heimasíðu Fjármálavits þá er Fjármálavit ,,námsefni fyrir nemendur á efsta stigi grunnskóla, þróað af Samtökum fjármálafyrirtækja (SFF) í samvinnu við kennara og kennaranema. Tilgangurinn er að veita innblástur í kennslu um fjármál. Námsefnið er byggt upp sem sjálfstæðar kennslustundir með umræðum og verkefnum, en til stuðnings eru einnig stutt myndbönd sem nemendur geta horft á til að tengja við viðfangsefnið.“

Þær Berglind og Salome voru ánægðar með krakkana og sögðu þá sýna verkefninu áhuga. Vonandi hafa þeir haft eitthvað gagn og gaman að en, eins og þær Berglind og Salome segja, ,,ef við náum að ýta aðeins við þeim varðandi eigin fjármál þá erum við í raun búin að ná markmiðinu með heimsókninni.“

Meira námsefni er á vefsíðu Fjármálavits og einnig fleiri myndbönd.

ap-2016-2017-arg-2001-fjarmalavit-fraedsla-1

Mynd: SFF (2016).

ap-2016-2017-arg-2001-fjarmalavit-fraedsla-2

Mynd: SFF (2016).

ap-2016-2017-arg-2001-fjarmalavit-fraedsla-3

Mynd: SFF (2016).

ap-2016-2017-arg-2001-fjarmalavit-fraedsla-4

Mynd: SFF (2016).

ap-2016-2017-arg-2001-fjarmalavit-fraedsla-5

Mynd: SFF (2016).

ap-2016-2017-arg-2001-fjarmalavit-fraedsla-6

Mynd: SFF (2016).

ap-2016-2017-arg-2001-fjarmalavit-fraedsla-7

Mynd: SFF (2016).

ap-2016-2017-arg-2001-fjarmalavit-fraedsla-8

Mynd: SFF (2016).