Í Vallaskóla er starfrækt Fjölmenningardeild. Þar starfa þrír kennarar og deildarstjóri.

Margir tví- eða fleirtyngdir nemendur sækja tíma í fjölmenningardeild, nemendur sem eru að byrja að læra íslensku og nemendur sem eru lengra komnir. Auk íslenskukennslu fá þeir aðstoð í öðrum námsgreinum eins og við á.

Kennslan fer fram í litlum hópum og er einstaklingsmiðuð. Með kennslu í íslensku sem öðru tungumáli er stefnt að því að nemendur geti tekið fullan þátt í íslensku samfélagi. Íslenskan er lykill að svo mörgu. Hún styður  ekki aðeins við móðurmál og menningu nemandans.  Hún er einnig til þess fallin að styðja hann til þátttöku í hinu nýju samfélagi, auðga það og styrkja.