Mál- og hreyfiþjálfun.

Hreyfiþjálfun er hluti af námsefni nemanda í 1. til 3. bekk í Vallaskóla. Í 1. bekk fara allir nemendur í mál- og hreyfiþjálfun á fyrri önninni.  Þau fara einnig öll í hreyfiskimun sem þroskaþjálfi og íþróttakennarar í 1. bekk sjá um.   Metin er taktur, samhæfing og jafnvægi.   Talsverður þroskamunur er á börnum í þessari færni og fá nemendur sem þess þurfa einn fastan tíma á viku í hreyfiþjálfun í litlum hópi.  Í tímunum er farið í ýmsar æfingar sem þjálfa samhæfingu, takt, jafnvægi og boltafærni.  Einnig er farið í leiki og æfingar sem miða að því að styrkja og efla málþroskann.   Þjálfunin er í höndum þroskaþjálfa sem endurmetur nemendur að vori og þá er tekin ákvörðun um áframhaldandi þörf á þjálfun.