Hluti af þeirri sérkennslu sem boðið er upp á í Vallaskóla eru námskeið í list og verkgreinum fyrir nemendur í 4.-7. bekk. Nemendur fá 2 kennslustundir á viku í þeim greinum. Fjöldi nemenda á hverju námskeiði eru 4-6. Hvert námskeið stendur yfir í 5-6 vikur og þá er skipt yfir í næsta námskeið.

Meginmarkmið námskeiðanna er:
að gefa nemanda tækifæri til að vinna skapandi vinnu,
að efla og styrkja nemanda og sjálfsmynd hans,
að veita nemanda betri þjónustu í fámennum hópi.