ART er ensk skammstöfun á þjálfuninni Aggression Replacement Training (Þjálfun í reiðistjórnun). Farið var að beita ART-þjálfuninni árið 1987. Bandaríski sálfræðingurinn Arnold P. Goldstein er upphafsmaður þessarar þjálfunaráætlunar. Reynsla hefur sýnt að ART-þjálfunin er mjög áhrifarík og skilar í flestum tilfellum góðum árangri.  

Aðalhlutverk ART-þjálfunar er að þjálfa nemendur í sjáflsstjórn. ART byggir á þremur þjálfunaraðferðum. Félagsfærniþjálfun, þjálfun í reiðistjórnun og þjálfun í að takast á við siðferðilegar klemmur.  
Í Vallaskóla hefur hóp-ART verið við líði í nokkur ár. Yfirleitt er hver ART-þjálfunarhópur 6-8 manna og tekur þjálfunin 12 vikur. Þjálfarar hópsins eru að jafnaði tveir. Að þjálfun lokinni eru meðlimir hópsins útskrifaðir en þeim jafnframt fylgt eftir í nokkra mánuði. Allt það sem fer fram í ART-þjálfuninni er trúnaðarmál milli meðlima hópsins og þjálfara. 

Skólaárið 2010-2011 var hófst bekkjar-ART í nokkrum bekkjum skólans og er von til þess að það verði fastur liður á öllum skólastigum.

Fjölskyldu-ART er einnig meðferðarúrræði sem er stundað í samstarfi við ART-teymið á Suðurlandi, bæði sem skólaúrræði eða barnaverndarúrræði. Sjá heimasíðu teymisins hér.