Góðar vinnuvenjur leggja grunn að velgengni í námi og starfi. Markmið fræðslu og ráðgjafar í námstækni er að kynna fyrir nemendum þær vinnuaðferðir sem geta gagnast til að ná bættum árangri í náminu. Þetta getur m.a. falist í :

  • að skoða og meta eigin námsaðferðir og námsvenjur
  • að skipuleggja námið sitt og frítíma
  • minnistækni
  • glósutækni og lestraraðferðir
  • að huga að prófundirbúningi og próftöku
  • að setja sér markmið