Persónuleg ráðgjöf felst í að veita nemendum, kennurum og foreldrum/forráðamönnum ýmisskonar stuðning og ráðgjöf sem miðar að því að nemandi/nemendur nái settu markmiði og að skólagangan nýtist sem best.

Ýmis persónuleg mál nemenda svo sem námsleg staða, félagsleg- og/eða tilfinningaleg vandamál, geta valdið þeim erfiðleikum í skólagöngunni. Þar miðar aðstoð náms- og starfsráðgjafa að því að hjálpa nemendum að finna viðeigandi lausnir.