Í Vallaskóla er lögð áhersla á símat og miða matsaðferðir og kennsluaðferðir við framkvæmd slíks mats.

Markmið

Með áherslu á símat er þess vænst að skólinn færist nær eftirtöldum markmiðum:

  • Að fjölbreytni í námsmati aukist,
  • að aukin umræða um námsmat auðgi kennslufræðilega umræðu
  • að svigrúm og frjálsræði hvers kennara aukist,
  • að vinna nemenda og kennara verði tiltölulega jöfn allt skólaárið,
  • að Aðalnámskrá og námskrá skólans sé sífellt í notkun,
  • að auka tíðni endurgjafar til nemenda,
  • að auka aðhald við nám nemanda.

Vinna með ofangreind markmið birtast í námsmatsstefnu Vallaskóla. Skoða hana hér.

Sameiginlegur grunnur

Námskrá skólans, byggð á námskrá Menntamálaráðuneytis er sameiginlegur grunnur undir allt nám og kennslu í Vallaskóla.   Kennarar meta námskrá reglulega og er gert ráð fyrir að endurskoðun fari fram að lokinni kennslu vor hvert.

Námsefni er samhæft milli árganga, faggreina og starfsstöðva.  Í upphafi hvers skólaárs er

endanlega gengið frá því hvaða námsefni er kennt í öllum greinum og á öllum aldursstigum.

Rammi fyrir símat

Hvað á að meta? Símat fer fram í öllum árgöngum og í öllum fögum. Metin er námslegur árangur, vinnubrögð og virkni nemenda. 

Hvenær á að meta? Í Vallaskóla eru þrjár annir, nema í list og vergreinum, þar sem þær eru tvær. Matið hefst við upphaf annar og lýkur við lok annar. Matið er stöðugt í gangi og álag á nemendur og kennara á að vera tiltölulega jafnt á matstímanum.

Hvernig á að meta? Kennarar ráða sjálfir námsmatsaðferðum og vægi milli verkefna og prófa. Þeir skipuleggja matið útfrá námsmarkmiðum, þroska nemenda og námsaðstæðum.

Framsetning símats

Í lok hverrar annar er matið sett fram í tölum eða einkunnarorðum á vitnisburðarblöðum sem afhent eru nemanda og foreldrum hans í foreldraviðtölum.  Við útreikninga og framsetningu eru eftirfarandi viðmið:

  • Ein tala; annareinkunn birtist á vitnisburðarblaði á haust- og vetrarönn. Á vorönn birtast tvær einkunnir; annareinkunn og (prófseinkunn)
  • Annareinkunn í bóklegum greinum er þannig samsett: Námslegur árangur 75% og heimanám, vinna í tímum(virkni), vinnubrögð 25%. Mæting hefur ekki áhrif á einkunn.
  • Annareinkunn í list- og verkgreinum er samsett þannig að afrakstur er metinn 50% og vinnubrögð og virkni 50%.

Upplýsingar til nemenda og foreldra

Í langtímaáætlun kennara á að koma fram form og samsetning símats. Umsjónarkennarar sjá um að inn á heimasvæði bekkja hjá Mentor allar langtímaáætlanir fyir hverja önn. Þar eiga foreldrar og nemendur að geta nálgast upplýsingarnar.

Undirbúningur og eftirfylgni

Kennarar skólans gera skriflegar kennsluáætlanir, bæði til lengri og skemmri tíma. 

Langtímaáætlunin tekur til einnar annar og þarf að vera tilbúin fyrir upphaf annarinnar. Skólinn gefur út sérstök eyðublöð sem kennarar geta notað sem viðmið við hvað koma eigi fram í langtímaáætlunni. Í lok annarinnar metur kennarinn skriflega í fáum orðum hvernig til hefur tekist.

Skammtímaáætlun er gerð fyrir eina til fjórar vikur í senn og er form hennar með öllu frjálst.

Afrit af öllum skriflegum langtímaáætlunum og skýrslum skal koma í viðeigandi möppur á skrifstofum skólans. Skólastjórnendur fylgjast með gerð og skilum á langtímaáætlunum. Þeir skoða einnig kerfisbundið skammtímaáætlanir kennara.