Matseðill marsmánaðar er kominn á heimasíðu. Athygli skal vakin á verðlaunarétti sem verður á boðstólnum 8. mars.

Þessi réttur, Pasta í piparostasósu, er afrakstur einnar þemadagastöðvarinnar frá því í febrúar. Á stöðinni fengu nemendur að gera matseðla og síðan voru nokkrir seðlar valdir af dómnefnd til að setja á matseðil skólamötuneytisins – nemendaréttir sem verða framvegis í boði einn dag í mánuði. 

Nemendaréttur marsmánaðar kemur af matseðli þeirra Huldu Dísar í 9. HS og Elenu í 9. AH. Njótið vel!