Lokakeppni upplestrarkeppninnar

DSC03469Í vetur hafa nemendur í 7. bekkjum Vallaskóla æft sig í upplestri á bundnu og óbundnu máli.  Æfingarnar gengu vel og allir lögðu sig fram.  Í lokin var haldin skólakeppni og valdir bestu flytjendurnir. Sigurvegarar urðu síðan fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppninni.  Þrír nemendur voru valdir sem aðalmenn og einn til vara. Það voru þau; Ágúst Máni Þorsteinsson, Haukur Þór Ólafsson og Hildur Helga Einarsdóttir til vara var Gabríel Bjarni Jónsson.

Lokakeppnin var haldin fimmtudaginn 12. mars í grunnskólanum á Stokkseyri. Þar kepptu 15 nemendur frá fimm grunnskólum. Nemendur okkar stóðu sig með mikilli prýði.  Hildur Helga varð í þriðja sæti og Haukur Þór var verðlaunaður sérstaklega fyrir mjög góðan flutning á ljóði. [fusion_builder_container hundred_percent=“yes“ overflow=“visible“][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=“1_1″ background_position=“left top“ background_color=““ border_size=““ border_color=““ border_style=“solid“ spacing=“yes“ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ padding=““ margin_top=“0px“ margin_bottom=“0px“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_speed=“0.3″ animation_direction=“left“ hide_on_mobile=“no“ center_content=“no“ min_height=“none“][GEM][/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]