Litlu jólin hjá 6. – 10. bekk þriðjudaginn 19. desember í Austurrýminu. Kennarar senda nánara skipulag til sinna bekkja.

·     6. bekkur: Jólasamvera í Austurrýminu kl. 16:30 -17:30

·     7. bekkur: Jólaspilavist í Austurrýminu kl. 17:45 -18:45

·     8.-10. bekkur: Stofujól og samvera í Austurrýminu kl: 19.40 – 21.00

Skólahald Vallaskóla eftir jólafrí hefst svo aftur að nýju miðvikudaginn 3. janúar 2018 og mæta nemendur þá samkvæmt stundaskrá. Opið er á skólavistun þann 2. janúar fyrir nemendur sem eru skráðir þann dag.  
 
Starfsfólk Vallaskóla þakkar fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og óskar öllum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.