Litlu jólin fyrir nemendur í 1. – 5. bekk verða miðvikudaginn 20. desember kl: 10:00 í íþróttasal Vallaskóla. Þennan dag mæta börnin einungis á skemmtunina og við hvetjum foreldra og forráðamenn til að mæta með sínu barni. Eins og áður verða nemendur 6. – 10. bekk með sína jólasamveru þann 19. desember.  

 

Picture 2Skólahald Vallaskóla hefst svo aftur að nýju miðvikudaginn 3. janúar 2018 og mæta nemendur þá samkvæmt stundaskrá. Opið er á skólavistun þann 2. janúar fyrir nemendur sem eru skráðir þann dag.  
 
Starfsfólk Vallaskóla þakkar fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og óskar öllum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

 

Dagskrá Litlu jólanna f. 1. – 5. bekk 20. desember kl: 10:00

·     Nemendur úr 1. bekk syngja lagið „Bráðum koma blessuð jólin“.

·     Nemendur úr 2. bekk syngja lagið „Skín í rauðar skotthúfur“.

·     Nemendur úr 5. bekk sýna helgileik.

·     Nemendur úr 3. bekk syngja saman lagið „Dansaðu vindur“.

·     Nemendur í 4. bekk ætla að fara með jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum og syngja lagið „Jólakötturinn“.

·     Jólasveinahljómsveit úr tónlistarskóla Árnesinga ásamt Jóhanni Stefánssyni spila og allir dansa í kringum jólatréð. Von er á góðum gestum.

·     Hljómsveit hættir að spila um 11:40 og skemmtun lýkur.