Umsjónarkennarar og nemendur 4. bekkja hafa í vetur tekið þátt í verkefninu Litli upplesturinn sem er samstarfsverkefni við Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn. Nemendur hafa æft upplestur og framsögn undir styrkri stjórn umsjónarkennara en einnig nokkur tónlistaratriði. Í byrjun apríl var síðan haldin uppskeruhátíð í hverjum bekk þar sem nemendur buðu foreldrum sínum og öðrum nánum ættingjum að hlýða á vandaðan upplestur og tónlistaratriði. Hátíðirnar voru fjölsóttar og greinilegt að nemendur og kennarar höfðu lagt mikinn metnað í atburðinn. Í lok hverrar hátíðar fengu allir þátttakendur viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna í verkefninu.

Ljósmynd: Vallaskóli 2014. Árgangur 2004.

Ljósmynd: Vallaskóli 2014. Árgangur 2000.

 

image (3)

Ljósmynd: Vallaskóli 2014.
Árgangur 2004.