Nýlega héldu nemendur í 9. bekkjar matreiðsluvali nokkurs konar hönnunarveislu þar sem viðfangsefnið var að elda hollan og góðan mat sem væri listilega framreiddur. 

Nemendur voru settir í þrjá hópa sem kepptu með sér um bestu útfærsluna. Matreiddar voru lambakótelettur með kús kús og salati. Allir hóparnir stóðu sig vel. 

Í vinningshópnum voru: Íshildur Agla, Ásdís Birta, Alexandra Björg og Andrea Vigdís. Í næsta hóp voru Heiðrún Ósk, Harpa Sólveig, Hulda Dís og Ástrós. Í þriðja hópnum voru: Elín Rut, Kristín Inga, Vigdís og Fanný Elísabet.

Í lokin snæddu nemendur saman matinn sem þeir höfðu matreitt.