List fyrir alla

List fyrir alla er listviðburður á vegum Menntamálastofnunar og svipar til Tónlist fyrir alla sem hefur verið haldinn um árabil í grunnskólum landsins. Í dag, þriðjudaginn 4. október, verða tveir viðburðir haldnir í Vallaskóla. Annars vegar fyrir nemendur í 1.-4. bekk og hins vegar fyrir nemendur í 5.-7. bekk. Fyrir þá sem vilja fræðast meira um List fyrir alla er bent á heimasíðu verkefnisins www.listfyriralla.is .