Lesið úr bók

Sigurður Fannar Guðmundsson heimsótti nemendur í 8.-10. bekk í tilefni af degi íslenskrar tungu.

Las hann upp úr sinni fyrstu bók, Trúður – metsölubók.


Siggi Fannar er uppalinn á Selfossi og var áður nemandi við skólann, sem þá hét Gagnfræðiskóli Selfoss. Bók hans er byggð á sannsögulegum heimildum og segir frá unglingsstrák sem tekur upp á ýmsum uppátækjum. Nemendum þótti upplesturinn hin mesta skemmtun og enn fremur var gaman að heyra Sigga ræða um það hvernig hugmynd verður að bók.