Í síðustu viku fóru nokkrir nemendur 6. bekk í heimsókn á Hulduheima. Þar lásu nemendur fyrir fjögurra og fimm ára börn sem eru á þremur deildum. Allar deildirnar bera nafn sögustaða úr bókum Astridar Lindgren. Heimsóknin var í alla staði mjög ánægjuleg. Nemendur fóru 5-6 saman á hverja deild og lásu jólasögu fyrir hópinn sem þar var. Það var svo ánægjulegt að sjá hvað börnin hlustuðu vel á meðan á lestrinum stóð.

Nemendur 6. bekkjar stóðu sig vel allir sem einn og leystu þetta verkefni af stakri prýði.

Mynd: Vallaskóli 2016 (SKG).

Mynd: Vallaskóli 2016 (SKG).

Mynd: Vallaskóli 2016 (SKG).