Fyrir liggur hjá okkur á elsta stigi Vallaskóla að allt námsefni verður aðgengilegt á google classroom og stór hluti þess unninn í gegnum það kerfi.

Til að kynna foreldrum og forráðamönnum námsumhverfið okkar verður boðið upp á stuttan kynningarfund mánudaginn þann 29. ágúst. Farið verður yfir helstu hluti varðandi Classroom og hvernig þið getið fylgst með framvindu námsins þar. Þá munum við líka kynna fyrir ykkur stefnu skólans í rafrænu námi og BYOD stefnuna.

Fundirnir eru stuttir eða um 30 mínútur. Við verðum í stofu 20 (stofan við hliðina á mötuneytinu á Sólvöllum).

8. bekkur klukkan 19:30
9. bekkur klukkan 20:00
10. bekkur klukkan 20:30

Snjallteymi Vallaskóla.