Kynning á klúbba- og hópastarfi félagsmiðstöðvarinnar

Fimmtudagurinn, 18. janúar kl. 18:30-19:15  mun starfsfólk Zelsiuz vera með opna kynningu á klúbba- og hópastarfi félagsmiðstöðvarinnar fyrir foreldra og forráðamenn.

Félagsmiðstöðin heldur úti klúbba- og hópastarfi fyrir börn og unglinga í 5. – 10. bekk þar lögð er áhersla á heilbrigða afþreyingu og tómstundir, félags- og samskiptafærni, sjálfsmynd, sjálfstraust og fræðslu ýmis konar í gegnum hugmyndafræði óformlegs náms og „Learning-by-doing“. Kynningin fer fram í Pakkhúsinu, Austurvegi 2a, og hefst kl. 18:30.