Kvöldvaka unglingastigs var haldin fyrir nokkru með glæsibrag.

Hæfileikakeppni fór fram og svo lék hljómsveitin The Assassin of a Beautiful Brunette fyrir gesti.

Nemendum í Sunnulækjarskóla, Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri og Flóaskóla var boðið að vera með og létu þó nokkrir úr þessum skólum sjá sig á kvöldvökunni.

Þetta framtak er sérstaklega ánægjulegt og eykur vonandi samheldni meðal unglinga í nærumhverfinu. Og nú er komið að balli í Sunnulækjarskóla – 3. nóvember nk.

Sjá má nokkrar myndir í albúmi undir ,,Myndefni“.