Þá er spurningakeppni Vallaskóla; „KVEIKTU“ – hafin í sjötta sinn. Það eru nemendur á efsta stigi sem taka þátt. Fyrstu umferð, sem var mjög spennandi og jöfn, er lokið og þau lið sem munu keppa í annarri umferð eru 8. GG gegn 9. RS og 10. HS gegn 10. MA. Þær tvær viðureignir fara fram fimmtudaginn 14. mars – í fyrstu tveimur tímunum. Þá ræðst hvaða tvö lið keppa til úrslita, þann 21. mars nk. Keppt er um hinn stórmerkilega grip ,,Græna lampann“. 

Og stelpur koma sterkar inn í keppnina í Vallaskóla og þær hafa verið sigursælar í gegnum tíðina. Sigurliðið í fyrra samanstóð af þremur snilldarstúlkum og til gamans má geta að ein þeirra er nú þátttakandi í Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Það er hún Hrafnhildur Hallgrímsdóttir, sem er í liði Kvennaskólans í Reykjavík. Spurningarliði sem keppir til úrslita þegar þetta er skrifað. Óskum við Hrafnhildi alls hins besta í úrslitunum.

Lið 9. RS

Kveiktu 2012-2013. Lið 9. RS, þau Sesselja, Sveinn og Ísak