Þá er lokið fyrstu tveimur leikjum í spurningakeppni Vallaskóla, KVEIKTU, sem nú er haldin í sjöunda sinn. Þannig fóru leikar að 10. RS vann leik sinn við 10. SAG og 9. MM sigraði 8. MA. Þessi tvö lið eru því komin í undanúrslit. Keppendur allir stóðu sig afar vel og stuðningur bekkjanna var til mikillar fyrirmyndar. Á morgun, þriðjudag 1. apríl, keppa 8. HS og 9. KH klukkan 9:30 og klukkan 10:30 mætast 10. SHJ og 9. DS.

Eftir keppnina á morgun verður dregið um það hverjir leiða saman hesta sína í tveimur leikjum í annarri umferð, sem fer fram föstudaginn 4. apríl.

Lokaslagur verður síðan föstudaginn 11. apríl og þá mega allir bekkir unglingadeilar koma og horfa á, en sú keppni fer fram í Austurrýminu.