Þá er annarri umferð lokið í spurningakeppninni KVEIKTU. Fyrri leikurinn var æsispennandi en fór svo að lokum að piltarnir í 9. MM sigruðu 10. SHJ. Seinni leikurinn var nokkuð ójafn, enda óreynt lið 8. HS að etja kappi við þrautþjálfaða kappa í 10. RS, sem unnu með nokkrum mun. Það verður því ,,Herra-slagur” eftir viku; föstudaginn 11. apríl, þegar 9. MM mætir 10. RS.