Drengirnir í 7. bekk bökuðu köku handa stelpunum í 7. bekk, bæði nemendum og starfsmönnum að sjálfsögðu, í tilefni af konudeginum í gær. Þær voru að vonum hæst ánægðar með uppátæki strákanna, sem nutu líka góðs af veitingunum.