Á föstudeginum fyrir konudaginn gerðu strákarnir í 8. RS vel við bekkjarsystur sínar – enda höfðu þær gert vel við þá á bóndadaginn.

Drengirnir bökuðu köku með bleiku kremi og líka vöfflur sem voru grænar, rauðar og bláar – sannkallaðir herramenn. Allir nutu góðs af að sjálfsögðu.