Komdu að vinna með okkur!

Laus er til umsóknar 100% staða þroskaþjálfa og 100% staða stuðningsfulltrúa á yngsta stigi við Vallaskóla á Selfossi. Ennfremur er laus tímabundin 100% staða sérkennara vegna afleysinga skólaárið 2017-2018. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Þroskaþjálfi og sérkennari

Leitað er að einstaklingum með menntun á sviði þroskaþjálfa annars vegar og sérkennslu hins vegar. Umsækjandi þarf að hafa góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af teymisvinnu og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvægir eiginleikar.

Stuðningsfulltrúi á yngsta stigi

Stuðningsfulltrúi er kennara til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð í skólanum og á skólavistun. Leitað er að einstaklingi með ríka samstarfs- og samskiptahæfileika. Uppeldismenntun sem nýtist í starfinu er kostur.

Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðilum sendist á Þorvald H. Gunnarsson skólastjóra á netfangið thorvaldur@vallaskoli.is. Umsóknarfrestur er til og með 11. september 2017.

Viðamiklar upplýsingar um skólann er að finna á vefslóðinni: www.vallaskoli.is . Störfin henta jafnt körlum sem konum. Launakjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.