Komdu að vinna með okkur!

Kennari óskast í hönnun og smíði (100%).

Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með uppeldismenntun sem nýtist í starfi, mikla hæfni í mannlegum samskiptum, góða íslenskukunnáttu og brennandi áhuga á grunnskólastarfi. Reynsla af teymisvinnu er mikilvægur eiginleiki.

Í Vallaskóla eru um 635 nemendur í 1.-10. bekk og 110 starfsmenn, sjá www.vallaskoli.is.

Nánari upplýsingar veitir Guðbjartur Ólason skólastjóri gudbjartur@vallaskoli.is .

Umsóknarfrestur er til 2. október 2019. Starfið hentar jafnt körlum sem konum. Launakjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.