Kim M. Kimselius í heimsókn

Sænski unglingabókarithöfundurinn Kim M. Kimselius kom í heimsókn í Vallaskóla. Kimselius var í stuttri heimsókn á Íslandi og hefur heimsótt skóla og bókasöfn á Suðurlandi.

Í heimsókninni til okkar sagði hún nemendum 7. bekkjar frá bókum sínum og spjallaði við nemendur. Hún sagði þeim frá því að hún væri lesblind og að hún hafi verið barn þegar hún byrjaði að skrifa en faldi það sem hún skrifaði ofan í skúffu. Þar til hún var orðin fullorðin þá sýndi vinum og ættingjum sögurnar sínar sem enduðu svo hjá útgefanda. Í dag er hún í hópi vinsælustu og afkastamestu barna- og unglingabókahöfunda í Svíþjóð. Bækur hennar hafa verið þýddar á mörg tungumál,  m.a. íslensku. Á íslensku hafa komið út sex bækur eftir Kim en þær byggja á raunverulegum atburðum í sögulegu samhengi og eru bæði spennandi og fróðlegar. Margar þessara bóka hafa verið notaðar sem ítarefni í sögukennslu í sænskum skólum. Nýjasta bókin hennar heitir Svartidauði sem kemur út í þessari viku.

Mynd: Vallaskóli 2017 (SK).