Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninar fór fram í Grunnskólanum í Hveragerði 10. mars sl. Að venju var keppnin jöfn og spennandi og þegar dómarar höfðu setið á rökstólum varð niðurstaðan á þá leið að Jón Þórarinn Þorsteinsson, nemandi í Vallaskóla, skipaði 1. sætið, í 2. sæti var Ingveldur Jóna Þorbjörnsdóttir og í því þriðja Emilía Torfadóttir sem báðar eru nemendur Sunnulækjarskóla. Fræðslunefnd og skrifstofa fræðslusviðs sendir öllum fulltrúum Árborgar, þ.e. bæði nemendum, kennurum og skólastjórnendum bestu hamingjuóskir.