Vallaskóli tekur þátt í jólaglugga Árborgar en frá 1. desember er einn jólagluggi opnaður á dag í hinum ýmsu stofnunum og fyrirtækum í Árborg.

Þemað í Vallaskóla var fjölmenning en nemendur og starfsfólk skólans koma frá 22 mismunandi löndum. Útbúnar voru jólakúlur með þjóðfánum landanna og skrifað gleðileg jól á hverju tungumáli.

Vallaskóli 2018 – jólaglugginn. (IG)