Nemendur og ferðanefnd 10. bekkjar héldu jólabingó sl. fimmtudag, 10. desember. Er það hluti af fjáröflun fyrir skólaferðalag nemenda í 10. bekk nk. vor. Bingóið gekk vonum framar og erum við afar þakklát fyrir góða mætingu, enda var árangur fjáröflunarinnar mjög góður.

Það ber að hrósa nemendum sem tóku þátt í skipulagningunni og söfnun vinninga. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem styrktu 10. bekk um bingóvinninga og lögðu til bingóspjöld og bingóvél. Hér má svo sjá nokkrar myndir af uppákomunni.

Með jólakveðju frá unglingastigi Vallaskóla (ÞHG).

jolabingo (1) jolabingo (2) jolabingo (3) jolabingo (4) jolabingo (5)