Já, en hvað ef?

Þriðjudaginn 29. apríl fór öll unglingadeild Vallaskóla (8., 9. og 10. bekkir) ásamt unglingadeildum annarra skóla í Árborg til Reykjavíkur á forvarnasýninguna Hvað ef? í Þjóðleikhúsinu. Til að gera langa sögu stutta þá var sýningin, sem tók eina klukkustund í flutningi, afar áhrifamikil. Boðskapur hennar var einfaldur og skýr: Ekki byrja að reykja! Ekki byrja að drekka! Ekki byrja að dópa! Því allt er þetta stórhættulegt bæði líkama og sál.

Og ef þig langar samt að prófa að reykja eða drekka eða dópa reyndu þá að fresta því sem lengst, kannski dag í senn, eina helgi, eitt partí. Unglingslíkaminn sem er að vaxa og þroskast er nefnilega miklu viðkvæmari fyrir öllu svona eitri en fullorðinslíkaminn, þótt áhrif alls eiturs í óhófi séu auðvitað alltaf, á öllum aldri, vond.

Að sýningunni lokinni var opnað á spurningar, athugasemdir og sögur. Og þá kom auðvitað í ljós að nemendur Vallaskóla og Árborgarskólanna allra eru sprelllifandi og hafa frá mörgu að segja. Áhrifamesta augnablikið var þegar einn nemenda fékk orðið og sagði skýrt og skorinort: Ég ætla aldrei að byrja að reykja og aldrei að byrja að drekka. Og salurinn reis allur á fætur og fagnaði með dynjandi lófataki.

Að lokum er rétt að taka fram að nemendur Vallaskóla voru allir til fyrirmyndar í þessari ferð.

Trausti Steinsson, kennari.

[fusion_builder_container hundred_percent=“yes“ overflow=“visible“][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=“1_1″ background_position=“left top“ background_color=““ border_size=““ border_color=““ border_style=“solid“ spacing=“yes“ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ padding=““ margin_top=“0px“ margin_bottom=“0px“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_speed=“0.3″ animation_direction=“left“ hide_on_mobile=“no“ center_content=“no“ min_height=“none“]

Blandad efni, 2013-2014, vettvangsferd, leiksyningin hvad ef, m
Ljósmynd: Aron Hinriksson fyrir Vallaskóla 2014.

 

[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]