Íþróttakeppni og vetrarfrí

Íþróttadagur var haldinn í dag í Vallaskóla. Þar var fyrirferðarmikil keppnin milli kennara og nemenda í 10. bekk en keppt var í nokkrum íþróttagreinum í íþróttasalnum á Sólvöllum. Bæði lið voru hvött dyggilega af nemendum uppi í stúku.

Það er skemmst frá því að segja að kennarar unnu allar greinarnar í ár. Nú er bara að sjá hvað 10. bekkur gerir að ári. Hér má sjá myndir úr reipitoginu en kennarar töpuðu þeirri grein illilega í fyrra og hefndu því ófaranna nú með glæsilegum sigri.

Vetrarfrí: Nú skellum við okkur öll í smá vetrarfrí dagana 21. og 22. mars. Kennsla hefst aftur skv. stundaskrá miðvikudaginn 23. mars. Ath. að skólavistun verður einnig lokuð í fríinu.

Hafið það gott í fríinu!