Innritun barna sem eru fædd árið 2012 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2018 fer fram 14.−28. febrúar næstkomandi. Hægt er að innrita rafrænt í viðkomandi grunnskóla og frístundaheimili inni á Mín Árborg sem er á heimasíðu Árborgar www.arborg.is eða á eyðublöðum sem eru aðgengileg á heimasíðum grunnskólanna og í Ráðhúsinu. Þeim umsóknum á að skila í viðkomandi skóla.

Upplýsingar um skólahverfi hvers skóla er að finna á www.arborg.is Rétt er að minna á að frístundatilboð fyrir 6‒9 ára börn verða í boði á vegum Umf. Selfoss fyrstu tvær vikurnar í ágúst. Þau verða kynnt nánar í vor. Upplýsingar um innritun er hægt að fá í grunnskólunum og á skrifstofu fræðslusviðs.

Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri
Sunnulækjarskóli
Vallaskóli