Allt frá byrjun skólaársins 2012-2013 hafa kennarar í Vallaskóla verið að fást við innleiðingu nýrrar aðalnámskrár og hafa þeir fylgt tímasettri verkefnisáætlun. Sérstakur stýrihópur fylgir verkefninu eftir og nú fyrir stuttu var stofnuð námskrárnefnd sem halda á utan um birtingarmynd nýrrar Skólanámskrár Vallaskóla, og þá ekki síst fagreinahluta skrárinnar. Um umfangsmikið verkefni er að ræða sem tekur nokkurn tíma að klára, u.þ.b. tvö ár en jafnvel þá verður því ekki lokið því skólanámskrá er síbeytilegt og lifandi plagg. Þetta er spennandi og skemmtilegt verkefni og það er við hæfi að gefa því þann tíma sem til þarf.

Og fyrir stuttu fengum við góðan gest. Það var Karl Frímannsson fræðslustjóri á Akureyri sem kom og fræddist um stöðu innleiðingarinnar í Vallaskóla, ásamt því að bera saman bækur og ræða almennt um innleiðingarferlið. Þökkum við Karli fyrir ánægjulega heimsókn.