Það vakti líklega athygli margra en fyrir nokkrum dögum var sagt frá því í fjölmiðlum að nemandi í Vallaskóla fór í heimsókn á Bessastaði. Þetta var hún Hekla Rán Kristófersdóttir nemandi í 6. SKG.

Reyndar er það ekki vanalegt að nemendur fái að koma í viðlíka heimsóknir en nýr forseti, Guðni Thorlacius Jóhannesson, hafði góða ástæðu til að gera undantekningu á því. Í vor fylgdist Hekla Rán nokkuð með umræðu um forsetakosningarnar og sýndi þeim töluverðan áhuga. Eftir embættistöku Guðna 1. ágúst tók hún sig til og skrifaði honum bréf. Í bréfinu sagði hún m.a. frá þeirra ósk sinni að heimsækja Bessastaði. Fjölskylda Heklu fékk svo einfaldlega símtal frá forsetanum sjálfum þar sem hann bauð henni og fjölskyldu hennar í stutta heimsókn á Bessastaði, 20. ágúst síðastliðinn. Fengu þau persónulega leiðsögn forsetahjónanna um Bessastaði, nokkuð sem var virkilega gaman og ánægjulegt. Á meðfylgjandi mynd sjáum við Heklu Rán með Guðna forseta.